Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2007 | 12:34
Fyrsta bloggfærsla
Mér sýnist engin vera kona með konum nema að taka þátt í bloggæðinu um þessar myndir og hef því ákveðið að prófa moggabloggið eftir tveggja ára blogghlé.
Til þess að standa nú undir lýsingunni á sjálfri mér er rétt að þessi fyrsta færsla fjalli um konu í stjórnmálum í Evrópu. Las það nefnilega á visi.is að komin væri út bók í Frakklandi um Ségolene Royal forsetaframbjóðanda þar sem henni væri lýst sem frekri og sjálfselskri. Nú þegar kosningar nálgast óðfluga fjalla menn sumsé ekki lengur um hvað Ségolene er smart og fín. Las í DV síðustu helgar grein eftir Guðberg Bergsson (að mig minnir) um konur og stjórnmál. Þar var því skemmtilega lýst hvernig margir kvenkyns stjórnmálaleiðtogar hafa í fyrstu fengið fína meðferð í fjölmiðlum, verið mærðar fyrir huggulegheit og hvaðeina, en eftir því sem kosningar nálgast fara menn að tala þær niður bæði innan flokks sem utan. Hljómar þetta eitthvað kunnuglega ?
Bloggar | Breytt 7.2.2007 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)